UM OKKUR

abaco

Abaco Heilsulind er ein best búna heilsulind landsins og hefur stofan verið starfrækt frá því 1999. Abaco státar af glæsilegri baðstofu þar sem tekið er á móti hópum, pörum og einstaklingum í pottadekur sem er einstök upplifun fyrir alla. Við bjóðum upp á andlitsmaska, herðanudd og kaldsteinanudd í pottinum þar sem herðar eru nuddaðar með köldum steinum ofan í pottinum. Aðgangur að baðstofu Abaco fylgir öllum nuddum og meðferðum á snyrtistofu. Við erum með vínveitingaleyfi.

þjónusta

Í Abaco bjóðum við upp á alla alhliða snyrtingu eins og litun og plokkun, vaxmeðferðir, fót- og handsnyrtingu, Guinot andlitsmeðferðir og margt fleira. Við bjóðum einnig upp á margar tegundir af nuddi eins og slökunarnudd, íþróttanudd, ilmolíunudd, heit- og kaldsteinanudd og margt fleira. Í Abaco erum við með meðgöngubekk og getum því boðið upp á meðgöngunudd.
Hjá okkur starfar hjúkrunarfræðingur og bjóðum við upp á lasermeðferðir til háreyðingar og til að minnka og draga úr háræðaslilti. Við erum einnig með frystipenna sem hentar vel við að fjarlægja vörtur og óæskilega húðflipa. Við bjóðum upp á demantshúðslípun sem er mjög öflug andlitsmeðferð.
Abaco er vel búin ljósastofa og erum við með fjóra fullkomna ljósabekki. Hjá okkur eru í boði hin vinsælu Ed Hardy ljósabekkjakrem. Allir bekkirnir eru með innbyggðum hljómflutningstækjum.

vörur

Mikið úrval snyrtivara er í boði, ilmvötn, krem og margt fleira. Starfsfólk Abaco veitir viðskiptavinum stofunnar faglegar leiðbeiningar við val á snyrtivörum, bæði kremum og förðunarvörum.

gjafabréf

Hægt er að fá gjafabréf í Abaco í allar snyrti- og/eða nuddmeðferðir ásamt inneign. Í Abaco starfa eingöngu framúrskarandi fagmenn, bæði snyrtifræðingar og nuddarar.

VÖRUMERKIN Í ABACO