NUDDSTOFA

nuddmeðferðir

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér heita pottinn og gufubaðið sem boðið er uppá og er endurgjaldslaust fyrir þá sem koma í nuddmeðferðir.

heilsunudd

Nær yfir margar og mismunandi aðferðir sem koma frá öllum heimshornum. Fjölbreytileiki heilsunudds er ótvírætt kostur og heilsunuddarar eru með ólíkar áherslur við meðhöndlun, einnig er tekið mið af einstaklingum hverju sinni enda ákaflega misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

50 mín.  10.500 kr.

íþróttanudd

Er hefðbundið strokunudd sem er sérhæft fyrir íþróttafólk. Það hentar vel bæði fyrir keppnisfólk og þá sem æfa sér til heilsubótar. Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir álagsmeiðsli með mýkingu vöðva og auðvelda losun úrgangs úr þeim og upptöku næringarefna.

50 mín.  kr. 10.500

slökunarnudd

Er hefðbundið strokunudd með áherslu á langar og djúpar strokur, er streitulosandi og gott gegn daglegu álagi. Gefur djúpa slökun og vellíðan.

50 mín.  kr. 10.500

80 mín.  kr. 14.500

meðgöngunudd

Er hefðbundið strokunudd sem er sérhæft fyrir verðandi mæður og tekið er mið af einstaklingum hverju sinni. Aðalávinningur nuddsins er slökun og vellíðan. Bjóðum uppá meðferðarbekk fyrir verðandi mæður.

50 mín.  kr. 10.500

svæðanudd

Er meðferðaform þar sem sérstakri nuddtækni er beitt á fætur til að hafa áhrif á tiltekna líkamsstarfsemi til heilsubótar. Svæðameðferð er afar árangusrík við að ná fram slökun og vellíðan, auka orkuflæði líkamans og styrkja hann þar með til sjálfshjálpar. Árangursríkt er að nota svæðameðferð með öðrum nuddmeðferðum.

50 mín.  kr. 10.500

ilmolíunudd

Ilmolíur eru unnar úr hreinum ilmkjörnum plantna sem hafa verið einangraðir með nákvæmum aðferðum. Þær eru áhrifaríkar með öllum nuddtegundum, ilmur þeirra og mýkt örva skynfærin og virk efni þeirra fara gegnum húðina, þannig í blóðrás og sogæðakefi og auka þar með virkni meðferðarinnar.

60 mín.  kr. 11.900

heit og kaldsteinanudd

Notaðir eru mjúkir íslenskir steinar, upphitaðir í þartilgerðum potti og kaldir orkugefandi steinar. Líkaminn er nuddaður með olíu og steinum og með þessu fæst djúp slökun. Steinarnir auka efnaskipti og örva blóðrásina, auk þess að draga úr bólgum, verkjum og veita djúpa slökun. Með því að nota heita og kalda steina fæst mjög áhrifarík meðferð, þar sem samband hita, kulda og þrýstings veitir mikla vellíðan og mjög áhrifaríkt nudd.

90 mín.  kr. 14.900

sogæðanudd

Er notaleg meðferð sem miðast við að örva og styrkja sogæðakerfi líkamans. Aðalávinningur nuddsins er að hraða hreinsun úrgangsefna úr líkamanum, vinna gegn óæskilegri vökvasöfnun ásamt því að gefa góða slökun.

75 mín. kr. 12.500

partanudd

Er hefðbundið strokunudd þar sem áherslur eru lagðar á ákveðna hluta líkamans.

25 mín.  kr. 6.990

aloa vera nudd

Nuddað með Aloa Vera kremi. Gott fyrir mikla vöðvabólgu og önnur eymsli.

60 mín.  kr. 11.900

Viltu panta tíma? Hafðu samband núna