LASER

laser meðferðir

Laser meðferð byggist á því að leyftri af sterku ljósi, ekki óllkt flassi á myndavél smjúgi inn í húðina. Tilfinningin er ekki ólík því og þegar skvett er á mann heitu vatni. Árangurinn er að líkaminn losar sig við æðar og húðlitafrumur sem hafa safnast saman og hann hefur ekki lengur þörf á. Einnig hitar lasergeislinn hársekki í húðinni upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.

laser lyfting

Með aldrinum fer húðin að slappast og línur taka að myndast. Teygjanleiki húðarinnar minnkar og það hægist á endurnýjun húðfrumanna. Laser geislar auka kollagan magn húðarinnar, sem veldur því að yfirborð húðarinnar verður stinnara, þéttara og sléttara. Blóðstreymi í húðinni eykst, frumuskipti aukast og verða hraðari, sem gefur fallegri og mýkri húð.

háræðaslit

Meðferð með 1 – 3 mánaða millibili. Engin ör eða húðbreytingar verða við meðferð. Innbyggð kæling í tækinu kemur í veg fyrir bruna. Forðast ber sól og sólarbekki 2 vikum fyrir meðferð. Eftir meðferð skal forðast sól, heit böð, ljósbekki og líkamlega áreysnlu í viku eftir meðferð. Nota skal stuðningssokkabuxur 3 daga eftir meðferð. Æðarnar dofna eða hverfa á 3 mánuðum frá meðferð.

háreyðing

1 – 6 skipti með mánaða millibili. Raka svæðið nokkrum dögum fyrir meðferð, þannig að hárin séu 2 mm löng, þó ekki seinna en 3 dögum fyrir meðferð. Forðast skal sólarljós og ljósabekki 3 vikum fyrir og 2 vikum eftir meðferð. Nota kælikrem fyrstu dagana eftir meðferð og þvo svæðið með mildri sápu x2 á dag. Lítils háttar roði og hiti getur verið í húðinni 2 – 3 daga eftir meðferð.

Viltu panta tíma? Hafðu samband núna