FRYSTIPENNI

FRYSTIPENNI

Frystipenninn er meðferð sem vinnur burt brúna bletti, vörtur og sepa hvar sem er á líkamanum. Meðferðin er einföld, fljótleg og sársaukalítil. Mælt er með að láta greina fæðingarblettinn áður en meðferð er framkvæmd.

Meðferðin byggist á því að með frystipennanum er notað -89*C frost sem kemur út eins og léttur bruni á húðinni. Vökvasöfnun og bólga myndast á blettinum og í kringum það svæði sem frystipennanum var beitt á. Eftir um 3 daga myndast hrúður sem dettur svo af eftir 7-10 daga. Mikilvægt að leyfa hrúðrinu að eiga sig og alls ekki plokka í það. Á svæðinu þar sem bletturinn var myndast rauð og ný húð sem veðrast og jafnar sig á 1-3 mánuðum.

Viltu panta tíma? Hafðu samband núna